Innlent

Hundrað þúsund manns á Menningarnótt

Margir nutu tónlistaratriða á Arnarhóli í gærkvöld.
Margir nutu tónlistaratriða á Arnarhóli í gærkvöld. Mynd/Egill
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gengu um hundrað þúsund manns um götur borgarinnar í gær á Menningarnótt. Talið er að fleiri hafi tekið þátt í Menningarnótt í ár en í fyrra.

Hundruð viðburða voru á dagskrá og á flestum stöðum var margt fólk að njóta veðurblíðunnar og alls þess sem stóð til boða. Á hverju horni mátti sjá götumarkaði, leiklist, myndlist, tónlist og ýmis konar gjörninga. Hátíðinni lauk svo með tónleikum við Arnarhól og flugeldasýningu við Hafnarbakkann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×