Erlent

Forseti Kína heimsækir Obama

Forseti Kína Hu Jintao hefur í dag fjögurra daga opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Hann mun meðal annars sitja formlegt kvöldverðarboð í Hvíta húsinu en þrettán ár eru frá því kínverskur leiðtogi fékk síðast slíkt boð.

Búist er við að ríkin greini frá viðskiptasamningum sem gerðir hafa verið að undanförnu þegar Barack Obama forseti tekur á móti kollega sínum en mótmæli hafa einnig verið boðuð auk þess sem nokkrir þingmenn í öldungadeildinni hafa krafist þess að Bandaríkjamenn beiti Kínverja viðskiptaþvingunum fyrir að spila með gjaldmiðil sinn á kostnað dollarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×