Erlent

Hátt settur Líbíumaður ræddi við Breta

Hátt settur aðstoðarmaður sonar Gaddafís einræðisherra í Líbíu heimsótti London á dögunum til þess að ræða við þarlend yfirvöld, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian.

Talsmenn utanríkisráðuneytisins breska vilja hvorki neita né staðfesta að viðræður hafi átt sér stað við manninn en segja að einu skilaboð Breta til allra sem heyra vilji séu þau að Gaddafí verði að láta af völdum. Í gær flúði Líbíski utanríkisráðherrann Musa Kusa land og er hann nú einnig staddur í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×