Erlent

Innfæddir tóku yfir lúxushótel á Páskaeyju

MYND/AP

Lögeglan á Páskaeyju, sem er undan ströndum Chile í Suður Ameríku, lét í nótt til skarar skríða gegn hópi innfæddra sem höfðu tekið sér bólfestu í lúxushóteli einu á eyjunni og haldið þar til frá því í ágúst á síðasta ári.

Fólkið segir að hótelið standi á svæði sem hafi verið rænt af ættbálki þeirra fyrir mörgum áratugum og krefjast þeir bóta fyrir. Eyjaskeggjarnir segjast einnig vera að mótmæla uppbyggingu ferðamannaþjónustu á eyjunni sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

Um fjögur þúsund manns búa á Páskaeyju sem er frægust fyrir risastór útskorin steinhöfuð, sem eru á víð og dreif um eyjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×