Vorlína ítalska tískuhússins Prada er líklega sú sem hefur fengið hvað mest umtal og orðið mörgum tískukeðjum innblástur. Þar voru stórgerðar rendur og sterkir litir allsráðandi líkt og hjá hinni þýsku Jil Sander. Sander vakti mikla athygli með gólfsíðum, hólkvíðum kjólum og pilsum og hafa Hollywood-stjörnurnar kollfallið fyrir hönnun Sander. Vorlína Versace þótti jafnframt nokkuð vel heppnuð og einkenndist einnig af miklum og sterkum litum. Línan var kvenleg og fallega sniðin og átti svo sannarlega athyglina skilið.
Chloé sendi frá sér einfalda og klassíska línu og það gerði Michael Kors einnig. Marc Jacobs og Sonia Rykiel léku sér með dempaðri liti líkt og fölbleikan og ljósbrúnan í bland við aðra eilítið líflegri.






