Erlent

Skype og Facebook opna myndspjall

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. Mynd/ AP.
Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. Mynd/ AP.
Facebook og Skype munu innan skamms setja í loftið nýtt myndspjall (e video chat) á vefsíðunni. Nú eru notendur Facebook orðnir 750 milljónir manna, sem jafngildir að níundi hver maður í öllum heiminum noti Facebook. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag.

Facebook og Skype hafa unnið að þessari nýjung um nokkra mánaða skeið. „Við teljum að þetta sé frábært samstarf,“ sagði Zuckerberg. Einungis tveir munu geta spjallað í einu en Daily Telegraph segir að Zuckerberg hafi gefið til kynna að í framtíðinni verði mögulega hægt að spjalla í hóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×