Erlent

Segir stefna í sambandsslit Danmerkur og Færeyja

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.
Forsætisráðherra Danmerkur hefur skrifað Færeyingum bréf þar sem hann segir að ný stjórnarskrá Færeyja brjóti í bága við Dönsku stjórnarskrána og þýði í raun sambandsslit. Færeyingar hafa í níu ár baslað við að semja nýja stjórnarskrá.

 

Danir hafa gert ýmsar athugasemdir við fyrri drög að þessari stjórnarskrá og Færeyingar gert á þeim viðeigandi breytingar. Þeir töldu sig nú vera komna á endapunktinn. Í bréfi til Kaj Johannessen lögmanns Færeyja segir hinsvegar Lars Lökke forsætisráðherra Danmerkur að enn séu hnökrar á. Hann leggur til að þeir Johannessen fundi um málið til þess að eyða allri óvissu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×