Erlent

Amnesty vill að stríðsglæpadómstóllinn rannsaki Sýrlendinga

MYND/AP
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja stjórnvöld í Sýrlandi mögulega sek um glæpi gegn mannkyni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem samtökin sendu frá sér í dag.

Í skýrslunni hvetja samtökin öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna til þess að fara fram á að ríkisstjórn Bashars al-assads forseta verði rannsökuð af Alþjóðastríðsglæpadómstólnum í Haag. Í skýrslunni er gerð grein fyrir því hvernig öryggissveitir stjórnarinnar hneppi fólk í varðhald af handahófi, beiti grófum pyntingum og þá segir að minnsta kosti níu manns hafi látist af völdum pyntinga í varðhaldi í bænum Tal Kalakh sem var eitt af höfuð vígjum mótmælenda í landinu.

Amnesty hefur ekki frekar en flestir fjölmiðlar heimsins, fengið að koma inn í Sýrland frá því átök stjórnar og mótmælenda hófust, en skýrslan er skrifuð með því að ræða við flóttamenn frá Líbanon sem hafa komist við illan leik frá Sýrlandi síðustu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×