Erlent

Fjölmennasti Super Bowl frá upphafi

Boði Logason skrifar
Cowboys höllin í Dallas tekur um 110 þúsund manns í sæti. Eftirvæntingin er gríðarleg í Bandaríkjunum vegna leiksins.
Cowboys höllin í Dallas tekur um 110 þúsund manns í sæti. Eftirvæntingin er gríðarleg í Bandaríkjunum vegna leiksins. Mynd/AFP
Nú styttist óðum í stærsta sjónvarpsviðburð Bandaríkjanna en klukkan hálf tólf í kvöld hefst hinn árlegi Super Bowl leikur. Í ár mætast Pittsburgh Steelers og Green Bay Packers í Cowboys höllinni í Dallas. En undirbúningurinn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Búist er við 110 þúsund manns á völlinn.

Í gær voru sex starfsmenn fluttir á sjúkrahús eftir að snjór og ís féllu á þá af þaki hallarinnar þegar þeir voru að undirbúa leikinn í kvöld. Einn liggur alvarlega slasaður á slysadeild. Mikill snjór er í Dallas þessa daganna en gærdagurinn er sá kaldasti síðan árið 1989.

Mikill snjór liggur ofan á keppnishöllinni en starfsmenn vinna nú að því að hækka hitann inni í höllinni í þeirri von um að ísinn bráðni. Þá er spáð slyddu í kvöld.

Obama styður Steelers
Starfsmenn vinna að því að ryðja snjó af þaki hallarinnarMynd/AFP
Þetta er í fyrsta skipti sem Super Bowl fer fram í Texas en búist er við því að áhorfendamet verði slegið í kvöld. Gert er ráð fyrir 110 þúsund áhorfendum í höllina en fyrra metið er tæplega 104 þúsund manns. Þó eru fjölmargir miðaeigendur sem eiga í vandræðum með að komast til Dalls vegna veðursins.

Yfir 700 flugum var frestað á föstudag og í gær vegna veðursins.

Pittsburgh Steelers keppa í þriðja skiptið til úrslita á sex árum og geta bætt sjöunda titlinum í safnið sitt. Liðið á stóran áhangendahóp, en þeirra á meðal er Barack Obama forseti Bandaríkjanna.

Í hálfleik mun tónlistarmaðurinn Usher syngja ásamt fjölmörgum öðrum listamönnum.

Leikurinn er sýndur á fjölvarpi 365 á rásinni ESPN America.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×