Innlent

Segir umræður um njósnatölvuna hjákátlegar

Karen D. Kjartansdóttir skrifar
Margrét Tryggvadóttir segir umræður um tölvuna hjákátlegar.
Margrét Tryggvadóttir segir umræður um tölvuna hjákátlegar.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að hún hafi oft tengt tölvu sína með sama hætti og svokölluð njósnatölva var tengd við netið. Í tilkynningu sem hún setti á vefsíðu sína í morgun segir hún að að sér þyki hjákátlegt að hafa fylgst með fréttum af aðskotatölvunni sem fanst í skriftstofuhúsnæði Alþingis í febrúar í fyrra, á hæð þar sem Hreyfingin og Sjálfstæðisflokkur deila.

Segist Margrét ekki hafa vit á njósnum en sé viss um að það hljóti að vera til  árangursríkari njósnaaðferð en að tengja tóma tölvu við net þingsins. Þá fer hún fram á afsökunarbeiðni vegna ásakanna um að tölvan tengist þingmönnum hreyfingarinnar og félögum þeirra í Wikileaks, og vísar til orða Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um að lögreglan hefði ekkert í höndunum sem benti til þess að nokkuð glæpsamlegt hefði farið fram.

Segir hún engar vísbendingar hafi verið settar fram um að forsvarsmenn Wikileaks hafi sjálfir stolið gögnum þótt þeir hafi tekið við gögnum frá heimildarmönnum. Auk þess sem þeir hafi ekki verið á landinu þegar tölvan fannst.

Lýkur hún bréfi sínu á því að fullyrða að Hreyfingin eða þingmenn hennar aldrei verið grunaðir um njósnir eða njósnatengda starfsemi. Annað megi segja um þann flokk sem deilir með hreyfingunni húsnæði, en með þeim orðum vísar hún til nýrrar ævisögu um Gunnar Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson, þar sem fjallað er um persónunjósnir á vegum sjálfstæðismanna. Spyr hún því næst hvort Sjálfstæðisflokkurinn gæti upplýst hvenær flokkurinn lét af þeim njósnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×