Erlent

Óttast að 80 hafi látist undan strönd Jemen

Óttast er að um 80 afrískir innflytjendur á tveimur bátum hafi farist undan ströndum Jemen í upphafi vikunnar.

Annar báturinn kom frá Eþíópíu og var með 45 manns innanborðs. Honum hvolfdi á Rauðahafinu og aðeins þrír bátsverja náðu til strandar. Í hinum bátnum sem hvolfdi undan Lahj héraðinu er talið að 35- til 40 manns hafi verið um borð en enginn þeirra komst lífs af.

Jemen er algengur viðkomustaður innflytjenda frá Afríku en þaðan reyna þeir síðan að komast til annarra landa í Mið Austurlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×