Erlent

Erlend matargerð bönnuð í írönsku sjónvarpi

Þættir sem kenna fólki að búa til pizzur og pasta þykja ekki boðlegt sjónvarpsefni í Íran.
Þættir sem kenna fólki að búa til pizzur og pasta þykja ekki boðlegt sjónvarpsefni í Íran.

Íranska útvarpsráðið hefur ákveðið að banna eina ákveðna tegund af sjónvarpsþáttum, nefnilega matreiðsluþætti sem kenna landsmönnum að elda mat frá öðrum löndum.

Þetta er haft eftir yfirmanni útvarpsmála þar í landi og segja fréttaskýrendur að bannið sé liður í tilraunum þarlendra yfirvalda til að efla þjóðerniskennd á meðal landsmanna. Pizzur, pastaréttir og vestrænir réttir á borð við hamborgara og pylsur eru vinsælir í Íran og ráðamönnum þykir greinilega nóg um.

Því hefur kollegum Jóa Fel og Rikku þar í landi verið harðbannað að bjóða upp á erlenda matargerð í þáttum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×