Erlent

Fangar fá ljósabekki

Mynd úr safni
Fangar í rússneska fangelsinu Butyrskaya í Moskvu hafa löngum búið við heldur frumstæðar aðstæður. Nú verður þó bragarbót gerð þar á því fangarnir fá brátt að sóla sig í ljósabekkjum sem settir verða upp í fangelsinu.

Ástæða þessarar nýbreytni er þó ekki sú að yfirvöldum hafi ekki þótt fangarnir of fölir heldur er staðreyndin sú að þeir sem þarna dúsa fá ekki næga dagsbirtu. Því var ákveðið að grípa til þessa ráðs.

Fangarnir þurfa hins vegar að borga fyrir að fara í ljós, enda rafmagnið ekki það ódýrasta í Rússlandi, en hver mínúta í bekknum kostar tíu rúblur sem er heldur hátt verð þó þetta samsvari aðeins um 35 íslenskum krónum.

Butyrskaya fangelsið verður 240 ára í ár og er stefnt að því að ljósabekkirnir verði komnir upp fyrir afmælishátíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×