Snörp jarðskjálftahrina hófst laust fyrir klukkan þrjú í nótt í norðanverðri Kötluöskjunni. Benedikt Ófeigsson jarðvísindamaður var kallaður á vakt á Veðurstofuna og segir hann að fyrsti skjálftinn hafi verið vel yfir þjú stig á Richter og nokkrir í kringum þrjú hafi fylgt í kjölfarið.
Síðan hafi dregið úr virkninni, en hún hafi aftur aukist klukkan hálf fjögur og svo aftur klukkan hálf sex, en í báðum þeim tilvikum hafi skjálftarnir verið vægari en í fyrstu hrynunni.
Ekki hafi því þótt ástæða til að gera Almannavörnum viðvart, en þar verði þó farið yfir atburði næturinnar þegar líður á morguninn.
Snörp hrina í Kötlu
