Erlent

Forsetinn flúinn úr landi

Lögreglumenn beittu táragasi og kylfum í höfuðborg Túnis í dag.
Lögreglumenn beittu táragasi og kylfum í höfuðborg Túnis í dag. Mynd/AP
Forseti Túnis er flúinn er landi. Hann hefur stjórnað landinu með harðri hendi í um 23 ár.

Nánast stanslaus mótmæli hafa verið í höfuðborg landsins í nærri mánuð. Loforð forsetans Zine El Abidine Ben Ali um að skapa ný störf hafa ekki orðið til þess að draga úr mótmælunum, sem kostað hafa tugi manns lífið. Þúsundir komu saman í höfuðborginni og kröfðust afsagnar hans.

Mohammed Ghannouchi, forsætisráðherra Túnis, hefur tekið tímabundið við völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×