Erlent

„Veikur heima dagurinn" er í dag

Breskir atvinnurekendur búast við að met hafi verið slegið í dag varðandi það hve margir hafi hringt sig inn veika. Tölfræðigögn sýna að fyrsta daginn í febrúar séu fleiri veikir heima en á nokkrum öðrum degi ársins. Í ár búast menn við enn meiri veikindum en venjulega og er búist við að allt að 375 þúsund manns hafi legið í rúminu í dag.

Ástæðan fyrir því að fyrsta daginn í febrúar séu allir heima er veðrið, vísareikningurinn og sú staðreynd að langt er í næsta frídag. Því eru mun fleiri sem hringja sig inn veika þennan daginn en yfirleitt og þá oft án gildrar ástæðu.

Í ár bætist við mikill flensufaraldur og því voru atvinnurekendur búnir undir það versta. Kostnaðurinn við þetta er talinn nema rúmlega 30 milljónum punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×