Erlent

Mubarak hættir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hosni Mubarak hefur ákveðið að láta af embætti forseta Egyptalands, að því er fram kemur á CNN. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þegar hann tilkynnti ákvörðun sína.

Milljónir manna mótmæltu í landinu í dag og umkringdu opinberar byggingar víða um landið. Í Kairó umkringdu þúsundir mótmælenda höfuðstöðvar egypska ríkissjónvarpsins og forsetahöllina. Viðbúnaður hersins var mjög mikill vegna mótmælanna.




Tengdar fréttir

Hosni Mubarak situr áfram sem forseti

Hosni Mubarak ætlar ekki að segja af sér sem forseti Egyptalands. Líkt og áður hefur komið fram hyggst hann ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum síðar á árinu. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Mubaraks á níunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma en búist var við að forsetinn myndi tilkynna um afsögn sína.

Mubarak flúinn með fjölskylduna

Óstaðfestar fréttir herma að Hosni Mubarak forseti Egyptalands og fjölskylda hans hafi yfirgefið höfuðborgina Kairó. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur lýsti því yfir í dag, fyrstur vestrænna leiðtoga, að forsetinn ætti að segja af sér nú þegar.

Hosni Mubarak situr sem fastast

Hosni Mubarak Egyptalandsforseti ætlar að sitja á forsetastóli fram að forsetakosning­unum í september. Þetta staðfesti hann í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Gekk yfirlýsing hans þvert á staðhæfingar fjölmiðla um að hann ætlaði að stíga niður.

Mubarak búinn að segja af sér?

Enn hefur aukist á ringulreiðina í Egyptalandi. Egypska ríkissjónvarpið hefur greint frá því að Hosni Mubarak hafi sagt af sér sem leiðtogi Egypska lýðræðisflokksins.

Talið að Mubarak tilkynni um afsögn

Búist er við að Hosni Mubarak tilkynni um afsögn sína sem forseti Egyptalands í sjónvarpsávarpi klukkan 20 að íslenskum tíma.

Mubarak gæti verið ríkasti maður í heimi

Hosni Mubarak forseti Egyptlands gæti verið ríkasti maður heimins og ætti því meiri auð en menn á borð við Carlos Slim, Bill Gates og Warren Buffett.

Bandaríkjamenn í viðræðum um að Mubarak hætti strax

Stórblaðið New York Times hefur það eftir heimildum að bandarískir ráðmenn eigi nú í viðræðum við háttsetta egypska embættismenn um að Mubarak láti strax af störfum og að við taki bráðabirgðastjórn undir forystu Omar Suleiman varaforseta landsins.

Herinn lofar umbótum

Egypski herinn hefur heitið því að aflétta herlögum sem hafa gilt í Egyptalandi í 30 ár ,,þegar núverandi ástandi lýkur" eins og herforingjaráðið orðar það.

Kaíró: Herinn styður valdaframsal Mubaraks

Egypski herinn hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann styðji þá ákvörðun Mubaraks forseta að sitja áfram en framselja völd sín til Suleimans varaforseta. Búist er við milljónum mótmælenda í Kairó síðar í dag en allt er á suðupunkti í landinu eftir að Hosni Mubarak forseti tilkynnti í sjónvarpsræðu að hann ætlaði ekki að segja af sér fyrr en kosið verður í september.

Mubarak á að fara frá völdum strax

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi starfsbróður sínum í Egyptalandi, Hosni Mubarak, skýr skilaboð á blaðamannafundi í gær.

Mubarak segir hugsanlega af sér í kvöld

Erlendir fjölmiðlar segja mögulegt að Hosni Mubarak, forseti Egyptlands, muni segja af sér í dag. Þetta kom fram í máli Hossan Badrawi, framkvæmdastjóri NPD flokksins í ríkissjónvarpi Egyptalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×