Erlent

Kínverjar skjóta niður gervihnetti

Óli Tynes skrifar
Gervihnettir eru berskjaldaðir fyrir árásum.
Gervihnettir eru berskjaldaðir fyrir árásum.

Kínverjar hafa ráðist á og sprengt upp að minnsta kosti þrjá gervihnetti á braut um jörðu á undanförnum árum. Þetta er þvert á alþjóðlega samninga. Vestrænum þjóðum er brugðið við tilhugsunina um að Kínverjar geti grandað fjarskipta- og njósnahnöttum þeirra ef þeir kæra sig um. Það voru að vísu eigin gervihnettir sem Kínverjar réðust á í þessi skiptin, en þeir hafa sýnt framá að þeir hafa þessa getu.

Dýrt að verja gervihnetti

Vesturlönd eru orðin svo háð gervihnöttum að það er skelfileg tilhugsun að þeir skuli vera svona berskjaldaðir fyrir árásum. Fjarskipti af öllum toga fara um gervihnetti sem og GPS staðsetningar og allskonar eftirlit. Það má segja að þeir séu Akkilesarhæll Vesturlanda.

Síðan Kínverjar skutu niður fyrsta gervihnöttinn árið 2007 hafa Bandaríkjamenn hugað að vörnum fyrir sína hnetti. Það er hinsvegar miklu ódýrara og einfaldara að smíða eldflaug sem skýtur niður gervihnetti en gervihnetti sem geta varið sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×