Brosmildar Þóra og Guðrún skemmtu sér.Úrslitakvöld fatahönnunarkeppninnar Reykjavík Runway fór fram á fimmtudagskvöldið og fjölmennti áhugafólk um íslenska tísku í Hafnarhúsið. Harpa Einarsdóttir bar sigur úr býtum en þarna sýndu einnig merkin Eygló, Shadow Creatures og Rosa-Bryndís.
Hljómsveit Krumma Björgvinssonar og Halldórs Björnssonar, Legend, tróð upp milli sýninga og lagðist vel í áhorfendur sem og fallegi fatnaðurinn sem sýndur var á tískupöllunum.
Þetta var í fyrsta sinn sem Reykjavík Runway keppnin er haldin og vonandi að viðburðurinn haldi áfram enda einstök lyftistöng fyrir íslenska fatahönnun.- áp / sjá einnig síðu 70
Pjattrófur Þær Rut, Eva, Díana og Vala mættu til að taka út íslenska tísku.
Dómari Stefán Svan sat í dómnefndinni og var flottur í tauinu að vanda.
Gaman Þau Heiða, Hallberg og Einar nutu sýningarinnar.
Glaðar Tanja og Berglind voru ánægðar með Reykjavík Runway.
Kærustuparið Þau Jóhanna og Arnar Gauti voru að sjálfsögðu á staðnum.
Stuð Áshildur og Unnur stilltu sér upp fyrir myndavélina.
Sætar Elín og Gunnhildur létu sig ekki vanta.
Ánægðar Vinkonurnar Olga og Erna María höfðu gaman af sýningunni.