Erlent

Reyndi að leyna lyfjunum sem drógu MJ til dauða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Michael Jackson lést í júní 2009. Mynd/ afp.
Michael Jackson lést í júní 2009. Mynd/ afp.
Michael Jackson var látinn þegar að læknirinn hans hringdi eftir hjálp. Þetta kom fram í réttarhöldum sem haldin eru vegna andláts hans í dag. Fréttavefur breska slúðurblaðsins The Sun greinir frá réttarhöldunum í dag.

Saksóknari í málinu hélt því líka fram fyrir rétti að læknirinn, Dr. Conrad Murray, hefði reynt að leyna þeirri staðreynd að hann hafi gefið Jackson öflugar verkjatöflur. Þetta fullyrti saksóknarinn í dag, en um þessar mundir fara fram yfirheyrslur, en á grundvelli þeirra verður tekin ákvörðun um það hvort Murray verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Jackson lést í júní árið 2009 og fullyrt er að Murray hafi gefið honum banvænan skammt af verkjalyfjum rétt fyrir andlátið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×