Lífið

Nýtt tattú Garðars Gunnlaugs

elly@365.is skrifar
Hann heitir Liudmil Vasilev og er einn færasti tattúartistinn hérna í Búlgaríu. Ég var með gamalt tattú sem ég lét gera á mig þegar ég var sextán, Soulfly merki. Það var ekki alveg að lúkka eins vel núna og þá. Ég er búinn að spá í að láta bæta við það lengi eða jafnvel gera yfir það. Svo fann ég þessa geðveiku mynd af Óðni á netinu og fékk ábendingu frá vini hver er bestur í Búlgaríu að gera tattú, segir Garðar Gunnlaugsson fótboltamaður þegar við forvitnumst um nýja húðflúrið hans.

Við, Liudmil og ég, ræddum hugmyndir fram og til baka um hvað ætti að gera við Soulfly merkið og á endanum þá ákváðum við að best væri að setja skjöld í kringum það. Þetta heppnaðist frábærlega. Eiginlega betra en ég þorði að vona. Ég gæti ekki verið sáttari," segir Garðar.

Var þetta sársaukafullt? Þetta er auðvitað ekkert gott en mér finnst það heldur ekkert svo vont. Tattúið sem ég er með á bakinu var tíu sinnum sársaukafyllra enda stutt í bein þar. Erfiðasta við þetta var að sitja kyrr í næstum fjóra tíma, segir Garðar þetta líka rosalega sáttur við útkomuna sem skoða má í myndasafni.

Eiginkona Garðars, Ásdís Rán, opnaði eigin verslun í Búlgaríu - sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.