Erlent

Barnaníðingur fær 80 ár - misnotaði barn hér á landi

Maðurinn var í nokkur ár staðsettur á herstöðinni í Keflavík.
Maðurinn var í nokkur ár staðsettur á herstöðinni í Keflavík.

Fyrrverandi starfsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins og sjóhersins var í gær dæmdur í áttatíu ára fangelsi fyrir barnaníð.

Maðurinn játaði á sig ýmis brot og sagðist dómarinn ekki hafa séð annað eins á öllum sínum ferli. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir framleiðslu á barnaklámi í Virginíu árið 2009.

Athygli vekur að maðurinn, Scottie Lee Martinez, var á tímabili staðsettur á bandarísku herstöðinni í Keflavík og við réttarhöldin játaði hann að hafa misnotað barn á meðan hann dvaldi á Ísandi á árunum 2001 til 2004. Misnotkunin stóð yfir frá því barnið var sjö ára og þar til það náði níu ára aldri.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×