Erlent

Tyrkneska ríkisstjórnin óttast samsæri

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Tyrknesk yfirvöld gerðu húsleitir hjá nokkrum aðilum í gær, meðal annar fréttamönnum, vegna gruns um að þeir komi að samsæri sem miði að því að steypa ríkisstjórn Tyrklands, sem grundvallast á íslömskum gildum.

Húsleitin hefur farið illa í tyrkneska fjölmiðla þar sem aðeins eru liðnar nokkrar vikur síðan þrír fréttamenn voru fangelsaðir fyrir gagnrýni á stjórnvöld.

Yfirvöld hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að hefta málfrelsi fjölmiðla þar í landi. Stjórnin neitar því þó alfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×