Innlent

Beitir sér gegn löndun erlendis

MYND/Hari

Verkfallsboðun starfsmanna í fiskimjölsbræðslum nýtur stuðnings miðstjórnar Alþýðusambands Íslands.

Í ályktun er lýst fullum skilningi „á fyrirhuguðum aðgerðum til þess að þvinga atvinnurekendur til að koma að raunverulegum viðræðum um lausn kjaramála". ASÍ muni beita tengslum við verkalýðshreyfingu í Færeyjum, Noregi og Skotlandi til að koma í veg fyrir löndun þar. Aðrir launamenn eru hvattir til að ganga ekki í störf bræðslumanna. - pg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×