Innlent

Lýst eftir týndu nefi - tveggja metra langt úr frauðplasti

Erla Hlynsdóttir skrifar
Nefið sést hér greinilega, en þessi mynd var tekin af öðrum snjókarli en þeim sem stendur nú, neflaus, á Ráðhústorgi
Nefið sést hér greinilega, en þessi mynd var tekin af öðrum snjókarli en þeim sem stendur nú, neflaus, á Ráðhústorgi Mynd: Akureyrarstofa
Risastór snjókarl sem stendur á Ráðhústorgi á Akureyri varð fyrir því óláni um helgina að nefinu hans var stolið.

Um er að ræða tveggja metra langt nef úr frauðplasti og standa neðan úr því steypustyrktarjárn sem notuð voru til að festa það við snjókarlinn. Nefið hvart aðfararnótt laugardags en lokið var við gerð snjókarlsins daginn áður.

Starfsfólk Akureyrarstofu hefur gert mikla leit að nefinu en það er enn í óskilum. Ekki er talið líklegt að neinn hafi farið með nefið heim í stofu enda ekki mikil stofuprýði af tveggja metra frauðplastnefi. Þannig er jafnvel búist við að sá sem greip nefið með sér hafi skilið það eftir í einhverjum bakgarðinum.

Sama nefið hefur prýtt snjókarla á Ráðhústorgi síðustu ár. Komi það ekki í leitirnar þarf hreinlega að búa til nýtt nef. Þeir sem hafa orðið nefnsins varir eru því hvattir til að hafa samband við Akureyrarstofu, í síma 4601000 eða með tölvupósti á netfangið info(hjá)visitakureyri.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×