Erlent

Reykingar skaða á 30 mínútum

Enn og einu sinni hefur skaðsemi reykinga verið sönnuð.
Enn og einu sinni hefur skaðsemi reykinga verið sönnuð. Mynd / Hörður Sveinsson

Það tekur ekki 30 ár fyrir reykingar að skaða heilsuna, heldur aðeins 30 mínútur. Þetta kemur fram í rannsókn sem háskólinn í Minnesota birti nýverið. Rannsóknin tók til 12 sjúklinga og beindist að því hversu hratt ákveðin krabbameinsvaldandi kolefnissameindir í sígarettum hafa áhrif á líkamann.

Niðurstöðurnar benda til þess að ferlið taki aðeins fimmtán til þrjátíu mínútur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stjórnenda alþjóðlegu forvarnasamtakanna ASH að allir viti að sígarettur séu krabbameinsvaldandi. Hins vegar sé sláandi hversu snemma hættan birtist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×