Erlent

Baby Doc snýr aftur

MYND/AP

Fyrrverandi einræðisherra Haítí, "Baby Doc" Duvalier, hefur snúið aftur til heimalands síns eftir 25 ár í útlegð. Fréttavefur BBC segir ástæðu heimkomunna ólósa en Jean Claude Duvalier, eða Baby Doc, hann kom frá Frakklandi þar sem hann hefur búið frá því honum var steypt af stóli í byltingu árið 1986.

"Baby Doc", sem nú er 59 ára gamall, segist vera kominn til þess að hjálpa eyjarskeggjum en í landinu ríkir enn gríðarleg neyð eftir jarðskjálftann á síðasta ári. Duvalier var aðeins nítján ára gamall þegar hann tók við stjórnartaumunum í landinu af hendi föðru síns "Papa Doc" sem hafði stjórnað Haítí frá 1957. Hann stjórnaði Haítí frá árinu 1971 og á tímabilinu er hann talinn hafa dregið sér milljónir dollara og komið fyrir á einkareikningum.

Þá var hann ásakaður um gríðarlega spillingu, ofríki og brot á mannréttindum. Endurkoma hans gæti flækt enn frekar stjórnmálaástandið í landinu þar sem enn er deilt hart um úrslit síðustu forsetakosninga. Núverandi forsætisdráðherra segist þó ekki hafa miklar áhyggjur og bendir á að Baby Doc sé frá Haítí og geti því snúið heim þegar hann vill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×