Erlent

Vill bæta ímynd flokksins

Dóttir Jean-Marie Le Pen er orðin leiðtogi Þjóðfylkingarinnar.
Dóttir Jean-Marie Le Pen er orðin leiðtogi Þjóðfylkingarinnar.

Marine Le Pen var í gær kjörin leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi eftir öruggan sigur í leiðtogakjöri flokksins. Hún tekur við af föður sínum, Jean-Marie Le Pen sem stofnaði flokkinn árið 1972.

Þóðfylkingin er hægri sinnaður flokkur og hefur barist gegn innflytjendum. Marine Le Pen segist þó vilja brjóta niður ímynd flokksins um útlendingahatur. Búist er við að Marine Le Pen verði forsetaframbjóðandi flokksins og því spáð að flokkurinn gæti orðið þriðji hlutskarpasti í forsetakosningunum 2012.- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×