Erlent

Barak stofnar nýjan flokk

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Verkmannaflokkinn.
Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Verkmannaflokkinn. Mynd/AP

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur látið af embætti formanns Verkamannaflokksins. Hann hyggst stofna nýjan flokk, miðjuflokk, ásamt fjórum öðrum þingmönnum flokksins.

Aðrir þingmenn Verkamannaflokksins ætla ekki að styðja ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likud-bandalagsins, áfram. Þrátt fyrir það mun ríkisstjórnin eftir sem áður njóta stuðnings meirihluta þingmanna á Knesset, ísraelska þinginu.

Stjórnmálaskýrendur telja að ákvörðun Barak muni styrkja ríkisstjórnina því ekki þurfi að taka lengur tillit til ósáttra flokksmanna Verkamannaflokksins.

Ehud var forsætisráðherra Ísraels á árunum 1999-2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×