Erlent

Stúlkan borin til grafar

Dallas, bróðir Christinu, sést hér með foreldrum sínum þeim John og
Roxanna. Mynd/AP
Dallas, bróðir Christinu, sést hér með foreldrum sínum þeim John og Roxanna. Mynd/AP
Stúlkan sem var meðal þeirra sex sem létu lífið lífið í skotárás í Arizona á laugardag var borin til grafar í dag. Minningarathöfn um hana fór fram í kaþólskri kirkju í borginni Tucson. Christina Taylor Green var níu ára gömul en hún fæddist fáeinum klukkstundum eftir að fyrri flugvélinni var flogið á annan turn World Trade Center 11. september 2001.

Um 15 þúsund manns komu saman í Tuscon í Arizona í nótt að íslenskum tíma þegar Barack Obama, Bandaríkjaforseti, minntist þeirra sem létust í skotárás í borginni á dögunum. 16 aðrir slösuðust, þar á meðal þingkonan Gabrielle Giffords.

Obama flutti viðstöddum fréttir af ástandi Giffords, en hún opnaði augun í fyrsta sinn í gærkvöldi. Obama kvatti menn til þess að láta atburð sem þennan ekki kljúfa þjóðina í herðar niður, nú væri tími til sátta en ekki deilna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×