Innlent

Loðnuskip enn á veiðum

Nokkur loðnuskip stunda loðnuveiðar enn af fullum krafti þrátt fyrir boðað verkfall í loðnuverksmiðjum í kvöld, í von um að losna við aflann í þær tvær verksmiðjur, sem verkfallið nær ekki til. Það eru Loðnuskip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Samherja á Akureyri og Sídlarvinnslunnar í Neskaupstað sem halda veiðunum ótrauð áfram, en önnnur skip eru hætt.

Skýringin á þessu er að Ísfélagið í Vestmannaeyjum á bræðsluna á Þórshöfn, þar sem ekki hefur verið boðað til verkfalls og að nú er hafin bræðsla í verksmiðjunni í Helguvík í Reykjanesbæ. Hún er í eigu Samherja og Sídlarvinnslunnar, en ekki hefur verið boðað til verkfalls í Helguvík. Deilendur komu saman hjá Ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun eftir langan en áarngurslausan fund þar í gær, og búast talsmenn bærðslumanna ekki við að samkomulag takist fyrir kvöldið.

Að óbreyttu hefst því verkfall í níu af ellefu fiskimjölsverksmiðjum í landinu klukkan hálf átta í kvöld. Eftir það ræðst hvort bærðslumenn leita eftir samúðaraðgerðum bræðslumanna í Helguvík og á Þórshöfn þannig að loðnubræðsla lamist alveg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×