Fótbolti

Crouch vill hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleiknum árið 2007

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Crouch á æfingu á San Siro í gær.
Crouch á æfingu á San Siro í gær. Nordic Photos / Getty Images
Peter Crouch á óuppgerðar sakir við AC Milan en hann verður væntanlega í eldlínunni þegar að Tottenham sækir liðið heim á San Siro í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Crouch var í liði Liverpool sem tapaði fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2007, 2-1.

Þá kom hann inn á sem varamaður og spilaði síðustu tólf mínútur leiksins.

„Þegar maður lítur til baka var það frábær árangur að komast í úrslitaleikinn og er ég stoltur af því," sagði Crouch við enska fjölmiðla. „En mér reiddist það að ég þurfti að vera á bekknum. Ég hafði skorað sjö mörk í Meistaradeildinni og var markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum."

„Ég bjóst við því að ég myndi spila og það voru mér mikil vonbrigði þegar ég komst að því að ég var ekki í byrjunarliðinu."

„En það vill enginn fá silfur í svona keppni og ég finn fyrir vonbrigðum þegar ég hugsa um þennan leik."

„Við hefðum getað unnið þennan leik og það var sárt að fá ekki almennilegt tækifæri til að láta til mín taka inn á vellinum. Ég á því óuppgerðar sakir gegn þessu liði - það er engin spurning"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×