Innlent

Telja FME geta verið utan Reykjavíkur

Gunnar Andersen forstjóri FME segir kostnaðarauka felast í því að vera fjarri stjórnsýslunni í miðbæ Reykjavíkur. Mynd/Pjetur
Gunnar Andersen forstjóri FME segir kostnaðarauka felast í því að vera fjarri stjórnsýslunni í miðbæ Reykjavíkur. Mynd/Pjetur

„Það er erfitt að finna rök fyrir því að Fjármálaeftirlitinu séu takmörk sett í starfsemi sinni þótt staðsetning þess sé utan tiltekinna póstnúmera í Reykjavík,“ segir bæjarráð Kópavogs, sem lýsti fyrir helgi furðu sinni á auglýsingu eftir húsnæði fyrir Fjármálaeftirlitið.

Í auglýsingu Ríkiskaupa fyrir hönd FME er óskað eftir tvö þúsund fermetra húsnæði undir starfsemi stofnunarinnar. Skilyrði er að húsnæðið sé í póstnúmerum 101 til 108 í Reykjavík. Stofnunin er vaxin upp úr núverandi húsnæði á Suðurlandsbraut.

„Bæjarráð dregur í efa lögmæti slíkrar auglýsingar þar sem slíkar takmarkanir útiloka sveitarfélögin á höfuðborgarvæðinu önnur en Reykjavík,“ bókaði einróma bæjarráð, sem fól bæjarlögmanni Kópavogs að kanna lögmæti auglýsingar­innar.

„Ástæðan er vinnutap og kostnaður sem felst í því að vera lengra í burtu frá stjórnsýslunni; ráðuneytum, Seðlabanka, Alþingi og þeim stofnunum stjórnsýslunnar sem við höfum regluleg samskipti við,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri FME, er hann útskýrir óskir stofnunarinnar um staðsetningu. „Ég vona að okkur sé frjálst að velja okkur staðsetningu á húsnæði.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×