Innlent

Selflutningar yfir Múlakvísl hefjast á ný

Rútan festist með þeim afleiðingum að farþegar þurftu að klifra út um glugga bifreiðarinnar og upp á þak.
Rútan festist með þeim afleiðingum að farþegar þurftu að klifra út um glugga bifreiðarinnar og upp á þak. Mynd/Þórir
Flutningar með ferðafólk og bíla hefjast á ný yfir Múlakvísl klukkan níu fyrir hádegi, en þeir voru stöðvaðir eftir að rúta með marga farþega fór á hliðina í gær.

Fulltrúar almannavarna, lögreglu og björguanrsveita fóru yfir allar hliðar málsins í gær og komust að þeirri niðurstöðu að óhætt væri að hefja flutningana á ný að uppfylltum ítarlegum öryggisráðstöfunum. Öflugir vörubílar munu flytja bíla og fjögurra öxla torfærurúta mun flytja fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×