Erlent

Saksóknari fær ekki leyfi til húsleitar hjá Berlusconi

Silvio sleppur með skrekkinn.
Silvio sleppur með skrekkinn.

Neðri deild ítalska þingsins hefur hafnað tillögu um að saksóknari í Mílanó fái leyfi til að leita í húsakynnum sem tilheyra Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins.

Saksóknarinn vildi fá leyfi til leitarinnar í tengslum við rannsókn hans á því hvort Berlusconi hafi keypt sér kynlífsþjónustu frá stúlkum sem voru undir lögaldri.

Húsleit saksóknarar átti að ná til skrifstofu eins af endurskoðendum Berlusconi en sá á að hafa greitt stúlkunum með skartgripum og reiðufé fyrir kynlífsþjónustuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×