Erlent

Stærstu ríkin studdu Lagarde

Lagarde er fyrsta konan til að gegna embætti framkvæmdastjóra AGS. Hún hefur verið fjármálaráðherra Frakklands undanfarin fjögur ár.
Lagarde er fyrsta konan til að gegna embætti framkvæmdastjóra AGS. Hún hefur verið fjármálaráðherra Frakklands undanfarin fjögur ár. Mynd/AP
Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands og Kína, sem saman hafa meirihluta í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, studdu allir Christine Lagarde þegar kom að því að velja næsta forstjóra sjóðsins, en valið stóð að lokum á milli hennar og Agustin Carstens, seðlabankastjóra Mexíkó. Fjölmörg önnur ríki studdu Lagarde.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir að niðurstöðuna góða fyrir fjármálakerfið. Sjálf segist Lagarde vera afar ánægð en um leið auðmjúk. Hún tekur til starfa 5. júlí og bíða hennar ærin verkefni, þar á meðal skuldvandi Grikkja.

Staða framkvæmdastjóra losnaði þegar Dominique Strauss-Kahn steig til hliðar í síðasta mánuði eftir að hann var ákærður fyrir að hafa reynt að nauðga hótelþernu í New York.

Lagarde, sem er 55 ára gömul, er fyrsta konan til að gegna embætti framkvæmdastjóra AGS. Lagarde hefur verið fjármálaráðherra Frakklands frá árinu 2007.


Tengdar fréttir

Lagarde er nýr framkvæmdastjóri AGS

Christine Lagarde var í dag skipuð framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lagarde, sem er 55 ára gömul, er fyrsta konan til að gegna embættinu. Lagarde hefur verið fjármálaráðherra Frakklands frá árinu 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×