Erlent

Lagarde er nýr framkvæmdastjóri AGS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Christine Lagarde er nýr framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/ afp.
Christine Lagarde er nýr framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/ afp.
Christine Lagarde var í dag skipuð framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lagarde, sem er 55 ára gömul, er fyrsta konan til að gegna embættinu. Lagarde hefur verið fjármálaráðherra Frakklands frá árinu 2007.

Dominique Strauss-Kahn lét nýlega af starfi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×