Innlent

Gerplustelpur verða með Agli á Símaskránni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Egill, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, og Stella Rósenkranz, framkvæmdastjóri Gerplu, skrifuðu undir samkomulag um Gerplustelpurnar í dag.
Egill, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, og Stella Rósenkranz, framkvæmdastjóri Gerplu, skrifuðu undir samkomulag um Gerplustelpurnar í dag.
Egill "Gillz" Einarsson, meðhöfundur Símaskrárinnar 2011, hefur fengið Evrópumeistara Gerplu í hópfimleikum kvenna til að sitja fyrir með sér í myndatökum vegna Símaskrárinnar sem mun koma út í maí næstkomandi.

Egill, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, og Stella Rósenkranz, framkvæmdastjóri Gerplu, skrifuðu undir samkomulag þess efnis í dag. Í tilkynningu frá Já kemur fram að áhersla Egils við efnistök í Símaskránni verði á mikilvægi þess að rækta heilbrigða sál í hraustum líkama auk þess sem húmorinn verði ekki langt undan.

Í tilkynningunni segir að frábær árangur Gerplu í hópfimleikum á síðasta ári sé gott dæmi um hversu langt er hægt að ná með því að rækta líkama og sál með þrotlausri vinnu og jákvæðu hugarfari og því hafi Egill ákveðið að leita til Gerplu um samstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×