Erlent

Billy The Kid var dýrseldur

Óli Tynes skrifar
Billy The Kid  eða William H. Bonney eins og hann hét réttu nafni.
Billy The Kid eða William H. Bonney eins og hann hét réttu nafni.
Eina ljósmyndin sem staðfest er að sé af byssubófanum Billy The Kid hefur verið seld á uppboði í Colorado fyrir 267 milljónir króna. Myndin var tekin árið 1979 eða 1980 í Fort Sumner í Nýju Mexíkó. Hún var þrykkt á tinplötu. Billy gaf vini sínum Dan Dendrick myndina og hún hefur síðan verið í vörslu fjölskyldu hans.

Billy The Kid varð tuttugu og eins árs gamall og því er haldið fram að hann hafi skotið tuttugu og einn mann til bana á sinni stuttu ævi. Endalok hans urðu þau að lögregluforinginn Pat Garret skaut hann til bana hinn 14. júlí árið 1881 í Fort Sumner. Það var einkasafnari sem keypti myndina af bófanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×