Erlent

Flóttamannastraumurinn frá Sómalíu aldrei verið meiri

Flóttamannastraumurinn frá Sómalíu og yfir til Keníu hefur aldrei verið meiri í sögunni.

Sómalir eru að flýja stríðsrekstur og þurrka í landinu sem valdið hafa miklum hækkunum á matvælaverði, svo miklum að almenningur hefur ekki lengur efni á að kaupa sér í matinn.

Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Save the Children kom nú um 1.300 Sómalir, þar af yfir helmingur börn, á hverjum degi til flóttamannabúðanna í Dadaab í Keníu. Er þetta tvöfalt meiri fjöldi flóttamanna en kom þangað fyrir ári síðan.

Dadaab eru taldar stærstu flóttamannabúðir heimsins en þar dvelja nú um 350 þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×