Erlent

Allsherjarverkfall lamar Grikkland

Grikkland er meira og minna lamað í dag eftir að verkalýðsfélög landsins hófu tveggja sólarhringa allsherjarverkfall í landinu síðdegis í gær.

Verkfallið hófst skömmu eftir að George Papandreou hvatti þing landsins til þess að samþykkja nýjar aðhaldsaðgerðir. Búist er við að mikill fjöldi manns muni safnast saman í dag í Aþenu til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda.

Fari svo að gríska þingið samþykki ekki hinar nýju aðhaldsaðgerðir mun Grikkland ekki fá áframhaldandi neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Atkvæði verða greidd um málið á gríska þinginu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×