Erlent

Lögreglan býr sig undir átök

Grikkir eru afar ósáttir við aðhaldsaðgerðir.
Mynd/AP
Grikkir eru afar ósáttir við aðhaldsaðgerðir. Mynd/AP
Grísk stjórnvöld bjuggu sig í gær undir tveggja sólarhringa allsherjarverkfall, sem mun lama þjóðlífið í dag og á morgun.

Um fimm þúsund lögregluþjónar verða sendir út á götur miðborgar Aþenu í dag, þar sem verkalýðsfélög efna til mótmælagöngu að þinghúsinu.

Mótmælin beinast gegn aðhaldsaðgerðum, sem stjórn Giorgíos Papandreús reynir nú að fá þingið til að samþykkja svo tryggja megi að framhald verði á fjárhagslegum stuðningi Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×