Innlent

Flugvallahlauparar fara aftur í hérað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir eru sakaðir um að hafa hlaupið í leyfisleysi inn á flugbraut.
Mennirnir eru sakaðir um að hafa hlaupið í leyfisleysi inn á flugbraut.
Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem höfðu verið dæmdir í 60 daga og 45 daga fangelsi fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á flugvallarsvæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa klifrað yfir girðingu, og hlaupið mörg hundruð metra innan svæðisins. Í ákæru gegn mönnunum kemur fram að þeir röskuðu með háttsemi sinni öryggi loftfara því að á flugvallarsvæðinu voru flugvélar á leið í áætlunarflug og varð að stöðva flugumferð þar til ákærðu voru handsamaðir á flugbrautinni „Charlie".

Verjandi mannanna hélt því fram fyrir Hæstarétti að vörn þeirra hafi orðið áfátt vegna meðferðar málsins í héraði eftir að forsendur breyttust við meðferð þess fyrir héraðsdómi. Á það féllst Hæstiréttur og vísaði málinu aftur í hérað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×