Erlent

Ágreiningur um réttarhöld

Á fundi í Washington.
Saad Hariri forsætisráðherra í heimsókn hjá Barack Obama í gær.
nordicphotos/AFP
Á fundi í Washington. Saad Hariri forsætisráðherra í heimsókn hjá Barack Obama í gær. nordicphotos/AFP

Í gær slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi í Líbanon.  Ráðherrar Hezbollah-samtakanna og stuðningsmanna þeirra sögðu sig úr stjórninni vegna ágreinings um dómsrannsókn á morðinu á Rafik Hariri, forsætisráðherra landsins, árið 2005.

Saad Hariri, sonur hins myrta, er forsætisráðherra stjórnarinnar. Hann var staddur í Washington í gær að ræða við Barack Obama forseta þegar fréttir bárust af upplausn stjórnarinnar.

Hann stytti dvöl sína í Bandaríkjunum, en kemur í dag til Frakklands þar sem hann ætlar að ræða við Nicolas Sarkozy forseta.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×