Innlent

Mælingar Umhverfisstofnunar vegna díoxínmengunar

Sorpbrennslan Funi. Losun á díoxíni í útblæstri mældist hærri á Kirkjubæjarklaustri en á Ísafirði. Vegna þess hversu miklu meira var brennt af sorpi í Skutulsfirði er heildarlosunin mun meiri en á Klaustri.mynd/halldór sveinbjörnsson
Sorpbrennslan Funi. Losun á díoxíni í útblæstri mældist hærri á Kirkjubæjarklaustri en á Ísafirði. Vegna þess hversu miklu meira var brennt af sorpi í Skutulsfirði er heildarlosunin mun meiri en á Klaustri.mynd/halldór sveinbjörnsson

Umhverfisstofnun hefur lagt mat á hverjar séu helstu hugsanlegu uppsprettur díoxíns á Íslandi en ekki eru til sértækar mælingar á díoxíni í umhverfinu.

Matið er byggt annars vegar á mælingum á útblæstri frá sorpbrennslum og hins vegar alþjóðlegum losunarstöðlum fyrir mengandi starfsemi og opnar brennslur. Mælingarnar eru gerðar til þess að fá upplýsingar um mögulega uppsöfnun á díoxíni svo hægt sé að leggja mat á hugsanleg áhrif á lífríki og umhverfið.

Stofnunin telur nauðsynlegt að staða mála hvað þetta varðar sé skýr og leggur því í viðamiklar mælingar á næstu vikum.

Mælt verður á eftirfarandi stöðum á landinu:n Í Skutulsfirði vegna sorpbrennslunnar Funa:

n Jarðvegssýni á lóð og í næsta nágrenni brennslunnar

n Jarðvegssýni á jörðinni Engidal inni í botni Skutulsfjarðar

n Jarðvegssýni í Holtahverfi - þéttbýliskjarni á Ísafirði næstur Funa

n Sýni úr sjávarseti innst í Skutulsfirði

n Jarðvegssýni frá Skarfaskeri/Hnífsdal - áhrifasvæði eldri sorpbrennslu

Aðrar sorpbrennslur:n Jarðvegssýni úr næsta nágrenni brennslunnar á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum, á Svínafelli, á Húsavík og úr næsta nágrenni Kölku á Reykjanesi

Önnur mengandi starfsemi þar sem díoxín getur myndast:n Jarðvegssýni úr Hvalfirði í nágrenni Norðuráls og Elkem

n Jarðvegssýni úr nágrenni Alcoa í Reyðarfirði

n Jarðvegssýni úr nágrenni álvers Rio Tinto í Straumsvík

n Jarðvegssýni úr nágrenni Sementsverksmiðjunnar á Grundartanga

n Jarðvegssýni úr nágrenni Als - álvinnslu

n Jarðvegssýni þar sem áramótabrennur eru haldnar árlega

Einnig verða tekin samanburðarsýni fjarri mengandi starfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×