Barcelona hefur ekki tapað leik í vetur með Puyol í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 10:00 Gerard Pique er ekki sami leikmaðu þegar hann hefur ekki Carles Puyol sér við hlið. Mynd/Nordic Photos/Getty Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er kannski mikilvægari fyrir Barcelona-liðið en flestir gera sér grein fyrir. Það er líklega engin tilviljun að allir fjórir tapleikir Barca á þessu tímabili hafa litið dagsins ljós þegar fyrirliðinn var fjarverandi. Carles Puyol var ekki með í bikarúrslitaleiknum á móti Real Madrid á miðvikudagskvöldið þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Hann meiddist í deildarleik liðanna fjórum dögum áður og Pep Guardiola ákvað að hvíla hann í bikarúrslitaleiknum. Menn eru flestir sammála um það að Gerard Pique sé ekki sami maður án Puyol sér við hlið og eftir að Eric Abidal veiktist hafa miðjumennirnir Sergio Busquets og Javier Mascherano þurft að leysa þessa stöðu. Það vantar því allan stöðugleika í vörn Barcelona án Puyol og hún hefur verið að gefa færi á sér þegar fyrirliðinn er utan vallar. Carles Puyol hefur alls leikið 23 leiki á tímabilinu, 16 í deildinni, 5 í Meistaradeildinni og 2 í bikarnum. Barcelona hefur náð í 46 af 48 mögulegum stigum í deildinni með hann innanborðs, unnið 3 og gert 2 jafntefli í Meistaradeildinni með hann á vellinum og unnið 1 og gert 1 jafntefli í þeim tveimur bikarleikjum sem hann spilaði. Barcelona hefur aðeins tapað fjórum leikjum á þessu tímabili í þeim öllum var Carles Puyol fjarverandi. Þegar þeir töpuðu 0-2 á móti Hercules í deildinni 11. september þá var Puyol meiddur á kálfa. Hann var frá vegna hnémeiðsla í 1-3 tapi á móti Real Betis í spænska bikarnum 19. janúar og sömu meiðsli héldu honum frá í 1-2 tapi á móti Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 16. febrúar. Fjórða tapið kom síðan í bikarúrslitaleiknum í fyrrakvöld. Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Barcelona bíði nú og voni að Carles Puyol verði orðinn góður fyrir fyrri leikinn á móti Real Madrid í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er kannski mikilvægari fyrir Barcelona-liðið en flestir gera sér grein fyrir. Það er líklega engin tilviljun að allir fjórir tapleikir Barca á þessu tímabili hafa litið dagsins ljós þegar fyrirliðinn var fjarverandi. Carles Puyol var ekki með í bikarúrslitaleiknum á móti Real Madrid á miðvikudagskvöldið þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Hann meiddist í deildarleik liðanna fjórum dögum áður og Pep Guardiola ákvað að hvíla hann í bikarúrslitaleiknum. Menn eru flestir sammála um það að Gerard Pique sé ekki sami maður án Puyol sér við hlið og eftir að Eric Abidal veiktist hafa miðjumennirnir Sergio Busquets og Javier Mascherano þurft að leysa þessa stöðu. Það vantar því allan stöðugleika í vörn Barcelona án Puyol og hún hefur verið að gefa færi á sér þegar fyrirliðinn er utan vallar. Carles Puyol hefur alls leikið 23 leiki á tímabilinu, 16 í deildinni, 5 í Meistaradeildinni og 2 í bikarnum. Barcelona hefur náð í 46 af 48 mögulegum stigum í deildinni með hann innanborðs, unnið 3 og gert 2 jafntefli í Meistaradeildinni með hann á vellinum og unnið 1 og gert 1 jafntefli í þeim tveimur bikarleikjum sem hann spilaði. Barcelona hefur aðeins tapað fjórum leikjum á þessu tímabili í þeim öllum var Carles Puyol fjarverandi. Þegar þeir töpuðu 0-2 á móti Hercules í deildinni 11. september þá var Puyol meiddur á kálfa. Hann var frá vegna hnémeiðsla í 1-3 tapi á móti Real Betis í spænska bikarnum 19. janúar og sömu meiðsli héldu honum frá í 1-2 tapi á móti Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 16. febrúar. Fjórða tapið kom síðan í bikarúrslitaleiknum í fyrrakvöld. Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Barcelona bíði nú og voni að Carles Puyol verði orðinn góður fyrir fyrri leikinn á móti Real Madrid í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn kemur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira