Innlent

Leita Þjóðverjans frammá nótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn ætlaði upp að gíg Eyjafjallajökuls.
Maðurinn ætlaði upp að gíg Eyjafjallajökuls.
Björgunarsveitamenn og lögreglan á Hvolsvelli búast við því að leitað verði frammá nótt að Þjóðverjanum sem er týndur á Eyjafjallajökli. Eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld eru um 150 manns sem taka þátt í leitinni.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að leitarmenn hafi einhver mið úr síma mannsins til þess að reyna að átta sig á því hvar hann sé staddur. Hins vegar séu það mjög óljósar vísbendingar.

Maðurinn var á ferð með tveimur félögum sínum í gær og hugðust þeir ganga frá Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi að gígnum í Eyjafjallajökli. Hann varð viðskila við þá og hefur ekki skilað sér til baka.




Tengdar fréttir

Um 150 manns leita á Eyjafjallajökli

Um 150 manns eru farnir til leitar að þýska ferðamanninum sem leitað er á Eyjafjallajökli. „Þetta eru náttúrlega erfiðar aðstæður alltaf á jökli, þannig að við erum að kalla til vant jöklafólk og fjallafólk og okkar vanasta vélsleðafólk," segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir,

Leita að erlendum ferðamanni á Eyjafjallajökli

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að hefja leit að erlendum ferðamanni sem saknað er á Eyjafjallajökli. Maðurinn var á ferð með tveimur félögum sínum í gær og hugðust þeir ganga frá Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi að gígnum í Eyjafjallajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð hann viðskila við þá og hefur ekki skilað sér til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×