Innlent

Fésbókin stuðlar að vöruþróun

Stoðmjólk er sérhönnuð fyrir ungbörn frá sex mánaða aldri
Stoðmjólk er sérhönnuð fyrir ungbörn frá sex mánaða aldri
Foreldrar sem voru þreyttir á því að geta ekki ferðast með opnar fernur af Stoðmjólk handa barninu sínu tóku sig til fyrir ellefu mánuðum og stofnuðu síðu á Fésbókinni þar sem því var beint til Mjólkursamsölunnar að framleiða Stoðmjólk með skrúftappa. Um níu hundruð manns skráðu sig í hópinn.

Fyrr í þessum mánuði varð foreldrunum síðan að ósk sinni þegar Stoðmjólk kom í verslanir í nýjum og ferðavænni umbúðum.

Að sögn Björns S. Gunnarssonar, vöruþróunarstjóra MS, hafði í nokkurn tíma staðið til að setja tappa á Stoðmjólk enda oft borist símtöl og tölvuskeyti frá foreldrum þess efnis. „Fésbókarsíðan og áskoranir á henni urði til þess að við ákváðum að flýta þessari breytingu verulega og má því segja að Fésbók hafi hjálpað beint við vöruþróun hjá okkur," segir Björn. Þannig má segja að Fésbókin hafi haft bein áhrif á vöruþróun í þessu tilviki.

Stoðmjólk kom á markað hjá MS árið 2003 og er járn- og vítamínbætt mjólk sem er sérsniðin í innihaldi fyrir börn frá sex mánaða aldri, líkt og þurrmjólkurblöndur sem eru á markaði, en hefur þá sérstöðu að vera tilbúin til drykkjar.

Smellið hér til að skoða Fésbókarshópinn: Við viljum Stoðmjólk með skrúftappa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×