Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.
Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt föstudagsins 8. apríl, á þáverandi heimili sínu í Reykjanesbæ, hent átján kílóa borðstofuborði í konu.
Hún hlaut stóran og djúpan skurð á hægri handlegg sem sauma þurfti með 21 spori. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar.- jss
Henti 18 kílóa borði í konu
