Erlent

Mótmælendur hittast aftur á Tahrir torgi

Hosni Mubarak
Hosni Mubarak Mynd/afp
Þrettándi dagur mótmæla í Egyptalandi er nú hafinn, en mótmælendur krefjast þess að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum.

Ríkissjónvarp Egyptalands greindi frá því í gær að ýmsir leiðtogar valdaflokksins í landinu hafi sagt af sér. Eftir það lýsti Bræðralag múslima, sem er eitt stærsta stjórnarandstöðuafl landsins, sig reiðubúið að funda með varaforseta landsins í dag, en það hefur ekki viljað að koma að viðræðum við stjórnvöld áður.

Mikil mótmæli eru svo skipulögð síðdegis á Tahrir torgi í Kaíró, en það hefur verið miðstöð mótmælanna undanfarna tólf daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×